Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 11. nóvember 2014 21:00
Alexander Freyr Tamimi
Calderon: Perez vildi ekki fá Ronaldo
Ronaldo vildi bara fara til Real Madrid.
Ronaldo vildi bara fara til Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Florentino Perez, núverandi forseti Real Madrid, vildi ekki kaupa Cristiano Ronaldo til félagsins. Þetta segir forveri hans, Ramon Calderon.

Þeir Calderon og Perez eru duglegir að láta hvorn annan heyra það, en samkvæmt þeim fyrrnefnda vildi Perez hætta við að kaupa Ronaldo frá Manchester United eftir að Calderon hafði nánast gengið frá kaupunum.

,,Þegar Florentino varð forseti og kom til félagsins, þá vildi hann slíta viðræðunum. Honum fannst Ronaldo vera mjög dýr," sagði Calderon.

,,Hann vissi að hann væri góður leikmaður en fannst hann ekki vera svona mikils virði. Þetta var það sem hann hafði á móti Cristiano."

Athugasemdir
banner