Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 11. nóvember 2014 23:18
Alexander Freyr Tamimi
Dembele: Gylfi og Aron Einar eru frábærir
Icelandair
Dembele verður í eldlínunni gegn Íslandi.
Dembele verður í eldlínunni gegn Íslandi.
Mynd: Getty Images
Mousa Dembele, miðjumaður Tottenham og belgíska landsliðsins, býst alls ekki við auðveldum leik gegn Íslandi í Brussel annað kvöld.

Ísland og Belgía mætast í vináttulandsleik klukkan 19:45 að íslenskum tíma á morgun, en Belgar eru meðal sterkustu landsliða heims.

Dembele segist lítið þekkja til íslenska liðsins, en minnist á tvo fyrrum liðsfélaga sína sem hann segir mjög sterka.

,,Ég þekki íslenska landsliðið ekki mjög vel," sagði Dembele eftir æfingu belgíska landsliðsins í gær.

,,Ég spilaði með Gylfa Þór Sigurðssyni hjá Tottenham og Aroni Einari Gunnarssyni hjá AZ Alkmaar. Þetta eru tveir frábærir miðjumenn."

,,Þetta verður ekki auðveldur leikur, en við erum að spila á heimavelli og það mun hjálpa. Við verðum að taka þessum leik mjög alvarlega."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner