Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 11. nóvember 2014 17:10
Magnús Már Einarsson
skrifar frá Brussel
Heimir: Getum vonandi gefið Gylfa einhverja hvíld
Ingvar eða Ögmundur koma við sögu
Icelandair
Það var létt yfir Heimi þegar við hittum hann í dag.
Það var létt yfir Heimi þegar við hittum hann í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nokkrar breytingar verða á byrjunarliði íslenska landsliðsins í vináttuleiknum gegn Belgum annað kvöld. Sama byrjunarliðið hefur verið í öllum þremur leikjunum í undankeppni EM hingað til en einhverjir leikmenn verða hvíldir á morgun.

,,Við ætlum að reyna að hvíla á sem eru tæpastir og hafa spilað mest en það er erfitt að hvíla menn gegn liði eins og Belgíu. Það er hættulegt og kannski líka smá óvirðing ef við hvílum þá leikmenn sem hafa verið að spila fyrir okkur," sagði Heimir Hallgrímsson annar af þjálfurum Íslands við Fótbolta.net í dag.

Gylfi Þór Sigurðsson hefur glímt við smávægileg meiðsli á tímabilinu og Heimir reiknar með að hann fái einhverja hvíld á morgun.

,,Ef Gylfi mætti ráða þá myndi hann byrja og spila 90 mínútur. Sem betur fer höfum við eitthvað um það að segja. Vonandi getum við gefið honum einhverja hvíld á morgun," sagði Heimir.

Hannes Þór Halldórsson hefur varið mark Íslands í undankeppninni en ljóst er að annað hvort Ingvar Jónsson eða Ögmudur Kristinsson koma við sögu á morgun.

,,Við leyfum örugglega öðrum að spila í marki á morgun. Hver það verður og hversu mikið kemur í ljós á morgun," sagði Heimir leyndardómsfullur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner