Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 11. nóvember 2014 19:30
Alexander Freyr Tamimi
Óánægður Podolski gæti farið í janúar
Podolski gæti yfirgefið Arsenal.
Podolski gæti yfirgefið Arsenal.
Mynd: Getty Images
Lukas Podolski, framherji Arsenal, vill fá framtíð sína á hreint í vetur og gæti hann yfirgefið Lundúnaliðið í janúar.

Þýski landsliðsmaðurinn hefur lítið fengið að spila á tímabilinu, en hann kom frá Köln árið 2012 og hefur í raun aldrei náð að festa sig almennilega í sessi hjá Arsenal.

Podolski hefur einungis spilað 74 mínútur í deild og Meistaradeild á leiktíðinni og er tilbúinn að fara til að spila meira.

,,Auðvitað er ég ekki ánægður þegar ég fæ ekki að spila," sagði Podolski við fjölmiðla.

,,Ég vil spila og njóta þess að vera í fótbolta. Við verðum að sjá hvað gerist í vetur, ég ætla að ræða við félagið."
Athugasemdir
banner
banner
banner