Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 11. nóvember 2014 23:08
Alexander Freyr Tamimi
Van Persie missir af leik Hollands gegn Mexíkó
Van Persie glímir við smávægileg meiðsli.
Van Persie glímir við smávægileg meiðsli.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Hollenski landsliðsmaðurinn Robin van Persie mun missa af vináttulandsleiknum gegn Mexíkó annað kvöld eftir að hafa meiðst á æfingu.

Þessi framherji Manchester United meiddist aftan í læri og verður fjarri góðu gamni, en samkvæmt blaðamanni The Guardian eru meiðslin þó ekki alvarleg og ætti hann að vera tilbúinn í leikinn gegn Lettlandi um helgina.

Van Persie hefur ekki náð sér á strik það sem af er þessu tímabili, en í fjarveru hans mun Klaas-Jan Huntelaar líklega byrja frammi gegn Mexíkó.

Leikur Hollands gegn Lettlandi í undankeppni EM 2016 í kjölfarið er gríðarlega mikilvægur, en liðið er einungis með þrjú stig eftir þrjá fyrstu leiki sína.
Athugasemdir
banner
banner
banner