Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fös 11. nóvember 2016 22:00
Magnús Már Einarsson
Zagreb
Engir áhorfendur á morgun - „Þetta er stórt vandamál"
Icelandair
Króatar fagna marki.
Króatar fagna marki.
Mynd: Getty Images
Tomislav Dasovic, blaðamaður hjá Vecernij list, segir að það hafi mikil áhrif á lið Króatíu að vera ekki með stuðningsmenn sína á pöllunum gegn Íslandi á morgun.

Króatar þurfa að leika tvo fyrstu leiki sína í undankeppni HM fyrir luktum dyrum eftir ólæti áhorfenda í síðustu undankeppni. Króatar voru með enga stuðningsmenn í stúkunni í 1-1 jafnteflinu gegn Tyrkjum í september og það sama verður uppi á teningnum á morgun gegn Íslandi.

„Ég var á leiknum gegn Tyrkjum og þetta er vandamál. Leikmenn þurfa á stuðningi að halda. Þeir spiluðu gegn Kosovo í Albaníu (í síðasta mánuði) og þeir sögðust eftir leikinn hafa vera ánægðir með að hafa áhorfendur á pöllunum. Þeir vildu bara hafa áhorfendur, jafnvel þó að þetta væri útileikur. Leikmenn vilja ólmir fá stuðningsmennina aftur," sagði Tomislav sem er svekktur með að engir áhorfendur verði á leiknum á morgun.

„Þetta er mjög slæmt fyrir króatíska liðið. Í leiknum gegn Íslandi fyrir þremur árum vorum við með 20-25 þúsund manns sem voru með læti og hjálpuðu króatíska liðinu. Þetta er stórt vandamál."

Tomislav segir að íslenska liðið njóti virðingar í Króatíu eftir frammistöðuna á EM í Frakklandi í sumar.

„Við berum mikla virðingu fyrir íslenska liðinu. Við héldum öll með Íslandi á EM eftir að við vorum úr leik. Þetta er ekki sama lið og fyrir þremur árum. Þetta er mun betra lið en þá. Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir króatíska liðið."

Luka Modric er nýlega byrjaður að æfa á nýjan leik eftir meiðsli en Tomislav reiknar með að hann byrji.

„Ég reikna með að hann byrji. Hann er tilbúinn. Hann er kannski ekki í besta formi sínu en þessi leikur er of mikilvægur. Modric er lykilmaður í liðinu og hann ætti að vera í byrjunarliðinu."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner