Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   fös 11. nóvember 2016 22:00
Magnús Már Einarsson
Zagreb
Engir áhorfendur á morgun - „Þetta er stórt vandamál"
Icelandair
Tomislav Dasovic, blaðamaður hjá Vecernij list, segir að það hafi mikil áhrif á lið Króatíu að vera ekki með stuðningsmenn sína á pöllunum gegn Íslandi á morgun.

Króatar þurfa að leika tvo fyrstu leiki sína í undankeppni HM fyrir luktum dyrum eftir ólæti áhorfenda í síðustu undankeppni. Króatar voru með enga stuðningsmenn í stúkunni í 1-1 jafnteflinu gegn Tyrkjum í september og það sama verður uppi á teningnum á morgun gegn Íslandi.

„Ég var á leiknum gegn Tyrkjum og þetta er vandamál. Leikmenn þurfa á stuðningi að halda. Þeir spiluðu gegn Kosovo í Albaníu (í síðasta mánuði) og þeir sögðust eftir leikinn hafa vera ánægðir með að hafa áhorfendur á pöllunum. Þeir vildu bara hafa áhorfendur, jafnvel þó að þetta væri útileikur. Leikmenn vilja ólmir fá stuðningsmennina aftur," sagði Tomislav sem er svekktur með að engir áhorfendur verði á leiknum á morgun.

„Þetta er mjög slæmt fyrir króatíska liðið. Í leiknum gegn Íslandi fyrir þremur árum vorum við með 20-25 þúsund manns sem voru með læti og hjálpuðu króatíska liðinu. Þetta er stórt vandamál."

Tomislav segir að íslenska liðið njóti virðingar í Króatíu eftir frammistöðuna á EM í Frakklandi í sumar.

„Við berum mikla virðingu fyrir íslenska liðinu. Við héldum öll með Íslandi á EM eftir að við vorum úr leik. Þetta er ekki sama lið og fyrir þremur árum. Þetta er mun betra lið en þá. Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir króatíska liðið."

Luka Modric er nýlega byrjaður að æfa á nýjan leik eftir meiðsli en Tomislav reiknar með að hann byrji.

„Ég reikna með að hann byrji. Hann er tilbúinn. Hann er kannski ekki í besta formi sínu en þessi leikur er of mikilvægur. Modric er lykilmaður í liðinu og hann ætti að vera í byrjunarliðinu."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner