Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 11. nóvember 2016 21:00
Elvar Geir Magnússon
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Svikið loforð
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Icelandair
Íslenska landsliðið á æfingu á Maksimir í dag.
Íslenska landsliðið á æfingu á Maksimir í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Mario Mandzukic og Luka Modric á æfingu Króata.
Mario Mandzukic og Luka Modric á æfingu Króata.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Þarna lærðum við mest," sagði kunnur fótboltaþjálfari eitt sinn. Í tilfelli íslenska landsliðsins gæti þessi setning átt við Maksimir leikvanginn hér í Zagreb þriðjudaginn 19. nóvember 2013. Dagurinn sem við töpuðum fyrir Króatíu í umspilinu fyrir HM.

Leikmenn hafa mikið talað um það í viðtölum síðustu daga að íslenska liðið sé orðið mun þroskaðra og fullmótaðra en það var á þessum tíma og eru ákveðnir í að sanna að það sé rétt í leiknum á morgun.

Heimir Hallgrímsson sagði á fréttamannafundi íslenska liðsins í dag að hægt sé að læra af öllum tapleikjunum. Þjálfararnir hefðu gert mistök í undirbúningi leiksins og knattspyrnusambandið einnig.

Ég held sem dæmi að það allir séu sammála um það í dag að ekki hafi verið sniðugt að borða með forsetanum á leikdegi svona mikilvægs leiks eins og var raunin 2013 þegar Ólafur Ragnar Grímsson fékk sér hádegismat með strákunum.

Margt hefur gerst síðan Eiður Smári Guðjohnsen grét í fangi Hauks Harðarsonar eftir leikinn fyrir þremur árum síðan. Saga sem allir kunna. Ísland fór á sitt fyrsta stórmót og þar voru Eiður og Haukur báðir.

Svekkelsið fyrir þremur árum var ólýsanlega mikið. Þegar flugvélin tók á loft daginn eftir leikinn gaf ég sjálfum mér það loforð að ég ætlaði aldrei aftur að fara Maksimir leikvanginn. Þessi ljóti leikvangur hefur verið táknmynd vonbrigða í mínum huga síðan.

Loforðið var mér ofarlega í huga þegar dregið var í riðla fyrir þessa undankeppni. Þangað ætlaði ég ekki. Aðrir starfsmenn síðunnar gætu matreitt þennan leik fyrir lesendur.

En þegar nær dró leiknum þá breyttist hugsunin. Möguleg hefndarför til Zagreb hljómar spennandi og á meðan við eigum þetta geggjaða landslið er ekki hægt að hafna því að fylgjast með því í návígi.

Besta ári í sögu karlalandsliðsins í fótbolta er að ljúka og síðasti mótsleikurinn er í Zagreb. Vonandi mun hugsun mín varðandi Maksimir leikvanginn stökkbreytast á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner