Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 11. nóvember 2017 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Bannað að efast" um Diego Simeone
Mynd: Getty Images
Diego Simeone verður ekki rekinn Atletico Madrid, það kemur bara einfaldlega ekki til greina að gera það.

Simeone er í miklum metum hjá forseta Atletico, Enrique Cerezo.

Tímabilið hefur ekki verið fullkomið hjá spænska félaginu, en liðið er í fjórða sæti spænsku úrvalsdeildarinnar og er í mikilli hættu á að falla úr leik í Meistaradeildinni í riðlakeppninni.

Þrátt fyrir það er enginn möguleiki á því að Simeone verði rekinn.

„Ég ætla segja þetta skýrt. Simeone verður ekki rekinn og allir hjá félaginu eru á þeirri skoðun, leikmennirnir, stjórnarmennirnir og stuðningsmennirnir," sagði Cerezo við Marca.

Cerezo vildi líka taka það fram að það „væri bannað" að hafa efasemdir um Simeone á meðan hann væri hjá Atletico.
Athugasemdir
banner
banner
banner