Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 11. nóvember 2017 08:30
Elvar Geir Magnússon
Bjerregaard vonast til að spila í Danmörku
Bjerregaard í leik með KR gegn Val.
Bjerregaard í leik með KR gegn Val.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Danski sóknarmaðurinn Andre Bjerregaard segir við fjölmiðla í heimalandi sínu að framtíð sín ætti að ráðast í næsta mánuði.

Bjerregaard kom öflugur inn í lið KR í Pepsi-deildinni í sumar og Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir að hann vilji halda Dananum í Vesturbænum.

Sjálfur segist Bjerregaard vonast til að komast að í dönsku úrvalsdeildinni fyrir næsta tímabil.

Leikmaðurinn spilaði með AC Horsens en reiknar ekki með því að snúa aftur þangað.

„Það var góð reynsla að spila með KR. Fólkið á Íslandi tók mér vel, það voru betri móttökur en maður er vanur hjá dönskum félögum. Það var ánægja með mig," segir Bjerregaard.

Hann lék níu leiki með KR áður en hann fótbrotnaði í tíunda leiknum. Hann er enn í endurhæfingu.

KR hafnaði í fjórða sæti Pepsi-deildarinnar á liðnu sumri og missti af Evrópusæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner