Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 11. nóvember 2017 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bonucci ósáttur: Hann nefbraut mig
Mynd: Getty Images
Leonardo Bonucci gagnrýndi dómarann Cuneyt Cakir eftir leik Ítalíu og Svíþjóðar í umspilinu fyrir HM í gær.

Bonucci vildi sjá Ola Toivonen, sóknarmann Svía, fjúka út af með rautt spjald í byrjun leiksins.

Bonucci fékk olnbogaskot frá Toivonen og nefbrotnaði. Þrátt fyrir það fékk Toivonen ekki einu sinni spjald frá dómara leiksins.

Bonucci kláraði leikinn sem endaði 1-0 fyrir Svíþjóð, en hann lét dómarann heyra það eftir leik.

„Hann nefbraut mig eftir 30 sekúndur og hefði átt að fá rautt spjald. Það er ekki mikið meira sem hægt er að segja um það," sagði Bonucci ósáttur eftir leikinn.

„Dómari með meiri karakter hefði sent að minnsta kosti einn leikmann Svíþjóðar af velli með rautt spjald."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner