banner
lau 11.nóv 2017 15:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið U19 gegn Englandi - Tvær breytingar
Fylgstu með í beinni útsendingu
watermark Alex Þór byrjar.
Alex Þór byrjar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U19 ára landslið karla leikur í dag annan leik sinn í undankeppni EM 2019 þegar liðið mætir Englandi.

Hefst leikurinn klukkan 16:30 að íslenskum tíma og fer hann fram á Trace vellinum í Stara Zagora í Búlgaríu.

Hægt verður að horfa á leikinn í beinni útsendinug hér

Ísland tapaði 1-2 á miðvikudaginn síðastliðinn gegn heimamönnum í Búlgaríu. Sama dag vann England 6-0 sigur á Færeyjum.

Tvær breytingar eru á byrjunarliði Íslands frá 2-1 tapinu gegn Búlgaríu. Aron Dagur Birnuson kemur í markið fyrir Aron Stefánsson og Óliver Dagur Thorlacius byrjar fyrir Stefán Alexander Ljubicic.

Efstu tvö liðin í riðlinum fara áfram í milliriðil, en hann verður leikinn næsta vor. Lokakeppni mótsins verður svo í Finnlandi í júlí 2018.

Byrjunarlið Íslands í dag:
Aron Dagur Birnuson (M)
Ástbjörn Þórðarson
Torfi T. Gunnarsson (fyrirliði)
Aron Kári Aðalsteinsson
Kolbeinn Birgir Finnsson
Atli Hrafn Andrason
Arnór Sigurðsson
Guðmundur Andri Tryggvason
Ísak Atli Kristjánsson
Alex Þór Hauksson
Óliver Dagur Thorlacius
Athugasemdir
banner
Nýjustu fréttirnar
banner
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | mán 13. nóvember 18:00
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fös 10. nóvember 16:30
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar | fim 09. nóvember 17:00
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | mið 08. nóvember 20:40
Þórður Már Sigfússon
Þórður Már Sigfússon | mið 25. október 13:25
Björn Berg Gunnarsson
Björn Berg Gunnarsson | þri 10. október 13:30
Valur Páll Eiríksson
Valur Páll Eiríksson | fim 07. september 15:00
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | þri 05. september 13:05
föstudagur 24. nóvember
Landslið - A-kvenna HM 2019
00:00 Slóvenía-Færeyjar