lau 11. nóvember 2017 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hefur áhyggjur af Bale - „Mjög erfitt fyrir hann"
Mynd: Getty Images
Gareth Bale er meiddur í enn eitt skiptið. Hann er meiddur á læri, en hann varð fyrir þeim meiðslum aðeins nokkrum dögum eftir að hann byrjaði að æfa aftur með Real Madrid.

Meiðsli í kálfa hafa haldið Bale frá keppni síðan í september.

Nýjustu meiðsli Bale gætu haldið honum utan vallar í sex vikur.

Isco, liðsfélagi Bale hjá Real Madrid, hefur áhyggjur á liðsfélaga sínum, en hann segir að Bale eigi erfitt.

„Gareth hefur verið meiddur í langan tíma," sagði Isco. „Þetta hefur verið mjög erfitt fyrir hann."

Bale hefur verið meiðslahrjáður og aðeins spilað fimm deildarleiki á tímabilinu. Á síðasta tímabili lék hann aðeins helming leikja Real Madrid í La Liga, vegna meiðsla í kálfa og ökkla.

Sjá einnig:
Bakslag hjá meiddum Bale - Verður hann aldrei samur?
Athugasemdir
banner
banner