Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 11. nóvember 2017 12:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jón Daði: Gylfi sá besti sem ég hef spilað með
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Daði Böðvarsson, framherji Reading, var tekinn í yfirheyrslu á Twitter-síðu félagsins í gær.

Hann var spurður út í allt milli himins og jarðar, en allar spurningarnar voru fótboltatengdar.

Ein spurningin hljóðar svo: „hver er besti leikmaður sem þú hefur spilað með á ferlinum?"

Svar Jóns við þeirri spurningu er Gylfi Þór Sigurðsson. Þeir eru eins og allir vita samherjar í íslenska landsliðinu.

„Hann hefur verið okkar besti leikmaður síðustu ár í landsliðinu. Hann er ótrúlegur íþróttamaður og mikill atvinnumaður. Hann tekur alltaf aukaæfingar eftir hverja æfingu og vill alltaf bæta sig," segir Jón Daði um liðsfélaga sinn, Gylfa.

Jón er einnig spurður að því hver sé erfiðasti andstæðingurinn, en við því er svarið Pepe. Jón Daði fékk að kljást við Pepe á EM í fyrra þegar Ísland gerði jafntefli gegn Portúgal í fyrsta leik.

Hér að neðan er myndband af yfirheyrslunni í heild.



Athugasemdir
banner