Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 11. nóvember 2017 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Loftus-Cheek er betri en Bakayoko"
Loftus-Cheek í sínum fyrsta landsleik í gær.
Loftus-Cheek í sínum fyrsta landsleik í gær.
Mynd: Getty Images
Ruben Loftus-Cheek spilaði sinn fyrsta leik fyrir Englands hönd í gær, í vináttulandsleik gegn Þýskalandi.

Loftus-Cheek þótti standa sig mjög vel á miðjusvæðinu hjá Englendingum í leiknum sem endaði markalaus.

Eftir leikinn kepptust sérfræðingar við að hrósa leikmanninum.

Ian Wright, fyrrum leikmaður Arsenal, gekk svo langt að segja að Loftus-Cheek væri betri fótboltamaður en Tiemoue Bakayoko, sem Chelsea keypti frá Mónakó 40 milljónir punda í sumar.

Á meðan Bakayoko var keyptur var Loftus-Cheek lánaður frá Englandsmeisturunum til Crystal Palace.

„Ég sá Bakayoko spila gegn Manchester United og hann gerði ekki neitt í þeim leik sem segir mér að hann sé betri en Loftus-Cheek," sagði Wright á ITV Sport eftir leikinn í gær.

„Ég er ekki að gera athlögu að Chelsea vegna þess að Chelsea má
gera það sem það vill, en þeir hefðu átt að veita Loftus-Cheek tækifæri. Ég hef fylgst með honum og hann er betri en Bakayoko."




Athugasemdir
banner
banner
banner