Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 11. nóvember 2017 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd tilbúið að selja Luke Shaw í janúar
Mynd: Getty Images
Svo virðist sem „martraðardvöl" Luke Shaw hjá Manchester United sé að taka enda.

Shaw, sem er vinstri bakvörður, kom til Man Utd árið 2014 frá Southampton fyrir 30 milljónir punda.

Hinn 22 ára gamli Shaw hefur átt í miklum vandræðum með meiðsli síðan hann kom til United og hefur aðeins spilað 32 leiki úrvalsdeildarleiki á þremur og hálfu ári.

Jose Mourinho hefur gagnrýnt Shaw opinberlega og í dag greina enskir fjölmiðlar frá því að Mourinho sé búinn að missa þolinmæðina gagnvart Shaw.

Í frétt Times í dag segir að United sé tilbúið að selja Shaw fyrir 20 milljónir punda í janúar. Hann gæti verið á leið aftur í sitt gamla félag, Southampton.
Athugasemdir
banner
banner