Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 11. nóvember 2017 19:48
Kristófer Jónsson
Marokkó og Túnis á HM
Medhi Benatia, leikmaður Juventus og Túnis.
Medhi Benatia, leikmaður Juventus og Túnis.
Mynd: Getty Images
Sjö leikjum í riðlum Afríku í undankeppni HM var að ljúka rétt í þessu. Fimm lið frá Afríku komast í keppnina og höfðu nú þegar Nígería, Senegal og Egyptaland tryggt sér farseðilinn til Rússlands.

Lið Marokkó heimsótti Fílabeinsströndina í sannkölluðum úrslitaleik í C-riðli. Marokkó var fyrir leikinn með stigi meira en Fílabeinsströndin og því allt opið í þessum lokaleik.

Gestirnir byrjuðu betur og komust yfir á 25.mínútu en þar var á ferðinni leikmaður Fenerbahçe Nabil Dirar. Fimm mínútum síðar skoraði svo Medhi Benatia, leikmaður Juventus, og tryggði Marokkó 2-0 útisigur.

Túnis fékk Líbíu í heimsókn í A-riðli en ljóst var fyrir leikinn að jafntefli myndi duga fyrir heimamenn. Leikmenn Túnis gerðu það sem að þeir þurftu í markalausu jafntefli og farseðill til Rússlands kominn.

Þar með er ljóst hvaða lið frá Afríku komast á HM en eftir sitja meðal annars Fílabeinsströndin, Kamerún og Gana.



Athugasemdir
banner
banner
banner