Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 11. nóvember 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Margrét Eva og Isabella framlengja við HK/Víking
Margrét Eva Sigurðardóttir.
Margrét Eva Sigurðardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þær Margrét Eva Sigurðardóttir og Isabella Eva Aradóttir hafa skrifað undir nýja samninga við HK/Víking.

Báðar skrifuð þær undir tveggja ára samninga, en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu.

Þær eru báðar uppaldar hjá félaginu og voru lykilleikmenn í sumar þegar HK/Víkingur tryggði sér sæti í Pepsi-deildinni.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Margrét Eva leikið 68 meistaraflokksleiki fyrir HK/Víking en hún á einnig að baki 6 leiki með U19 liði Íslands.

Isabella Eva hefur leikið 34 meistaraflokksleiki fyrir HK/Víking og hefur skorað í þeim sex mörk. Hún á þrjá leiki með U19 liði Íslands.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner