Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 11. nóvember 2017 10:00
Helgi Fannar Sigurðsson
Messi veit ekki hvort HM í Rússlandi verði hans síðasta
Mynd: Getty Images
Lionel Messi, leikmaður Barcelona og argentíska landsliðsins, útilokar ekki að spila á HM 2022 ef Argentína kemst þangað.

Messi er á leiðinni með Argentínu á HM í Rússlandi næsta sumar og segir hann að einbeitingin sé á því móti.

„Ég reyni að hugsa ekki of mikið út í framtíðina, ég horfi miklu frekar á skammtímamarkmið ," sagði Messi.

„Það er mikilvægt að við reynum að bæta okkur á þeim mánuðum sem við höfum fram að HM í Rússlandi."

„Hvað sem gerist svo eftir næsta HM hef ég ekki hugmynd um."

Messi er í dag þrítugur og yrði hann því 35 ára á HM 2022 ef hann tæki þátt. Mótið það árið er haldið í Katar.
Athugasemdir
banner
banner
banner