lau 11. nóvember 2017 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meunier: Chelsea reyndi að fá mig á gluggadeginum
Meunier í viðtali.
Meunier í viðtali.
Mynd: Getty Images
Belgíski bakvörðurinn Thomas Meunier hefur greint frá því að Chelsea hafi reynt að kaupa sig í sumar.

Meunier er samningsbundinn Paris Saint-Germain, en Parísarliðið hafði engan áhuga á að selja hann. Ef hann hefði verið seldur hefði Dani Alves verið eini hægri bakvörðurinn í leikmannahópnum.

Meunier segir að Chelsea hafi reynt að kaupa sig á gluggadeginum, en þann sama dag yfirgaf Serge Aurier PSG og fór til Tottenham.

„Á síðasta degi félagaskiptagluggans gerði Chelsea PSG tilboð í mig, en ég veit að svarið var nei," sagði Meunier við Sky Sports.

„Félagið vildi ekki selja mig þar sem við erum með tvo hægri bakverði, mig og Dani Alves og það hefði verið erfitt að selja annan hvorn okkar. Þeir sögðu að ég ætti að vera áfram í París."

Chelsea reyndi líka að kaupa Rafinha frá Bayern München, en að lokum gekk félagið frá kaupum á Davide Zappacosta frá Torino.
Athugasemdir
banner
banner
banner