Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 11. nóvember 2017 18:32
Kristófer Jónsson
U19 tapaði naumlega fyrir Englandi
Daníel Hafsteinsson skoraði mark Íslands
Daníel Hafsteinsson skoraði mark Íslands
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
England 2 - 1 Ísland
1-0 Mason Mount ('70)
1-1 Daníel Hafsteinsson ('82)
2-1 Eddie Nketiah ('83)

U19 ára lið karla mætti liði Englendinga í Búlgaríu dag í undankeppni EM 2018. Ísland hafði þar áður tapað 2-1 gegn heimamönnum á meðan að Englendingar höfðu unnið lið Færeyja sannfærandi 6-0.

Staðan var markalaus í hálfleik en á 70. mínútu kom Mason Mount heimamönnum yfir. Hinn 18 ára gamli Mount spilar með hollenska liðinu Vitesse á láni frá Englandsmeisturum Chelsea.

Daníel Hafsteinsson, leikmaður KA, hafði komið inná sem varamaður skömmu áður og náði hann að jafna leikinn af harðfylgi á 82. mínútu. Englendingar voru hins vegar ekki lengi að svara fyrir sig því aðeins mínútu síðar skoraði Eddie Nkeitah, leikmaður Arsenal, og kom Englendingum yfir aftur.

Þar við sat og er íslenska liðið því stigalaust fyrir síðustu umferðina í riðlinum en þar mæta þeir liði Færeyja.

Byrjunarlið Íslands í dag:
Aron Dagur Birnuson (M)
Ástbjörn Þórðarson
Torfi T. Gunnarsson (fyrirliði)
Aron Kári Aðalsteinsson
Kolbeinn Birgir Finnsson
Atli Hrafn Andrason
Arnór Sigurðsson
Guðmundur Andri Tryggvason
Ísak Atli Kristjánsson
Alex Þór Hauksson
Óliver Dagur Thorlacius
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner