Pep vill fá fyrrum leikmann Liverpool - Liverpool fylgist með tveimur Svíum - Grealish orðaður við Tottenham
Jói Berg á staðnum þar sem hann gifti sig - „Yndislegt að rifja upp góðar minningar“
Davíð Snorri: Hægt að grenja úti í horni en við hjálpumst að og leysum vandamálin
Virðist stutt í næsta skref Loga - „Það er góð spurning“
Mikael Egill: Eiginlega ólýsanlegt að spila í Serie A
Dagur elskar ævintýrin í MLS: Allt bensín var búið og maturinn líka
Willum finnur fyrir ást í Birmingham - „Klúbbur sem á alls ekki að vera þarna“
Hefði valið Gylfa í hópinn - „Maður verður bara að virða það"
Arnar Gunnlaugs: Má láta sig dreyma um eitthvað meira
Gísli Gotti: Þetta er risastór gluggi fyrir alla - Pressa að standa sig
„Ætlum okkur að spila áfram í febrúar á næsta ári"
Hilmar Árni: Drifkrafturinn að gera aðra betri hefur stigmagnast
„Mega ekki sýna snefil af minnimáttarkennd“
Gunnar Olsen: Sjálfstraustið mikið og við stefnum á EM
„Spennandi hópur sem er ógeðslega gaman að vinna með“
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
   fös 11. desember 2015 10:50
Elvar Geir Magnússon
Kristinn Jóns: Hrikalega gaman að fá viðurkenningu
Kristinn í hópi þeirra sem fengu verðlaun í gær.
Kristinn í hópi þeirra sem fengu verðlaun í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarbakvörðurinn Kristinn Jónsson var í gær verðlaunaður fyrir að hafa verið stoðsendingahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar. Verðlaunin voru afhent um leið og bókin Íslensk knattspyrna 2015 var kynnt.

Kristinn er búinn að yfirgefa Breiðablik en hann gekk í raðir norska úrvalsdeildarliðsins Sarpsborg.

„Það er hrikalega gaman að fá viðurkenningu en þessi viðurkenning er fyrir allt liðið. Maður leggur ekki svona mikið upp án þess að hafa góða menn í kringum sig," segir Kristinn sem telur að Breiðablik muni ná að fylla hans skarð.

„Það kemur alltaf maður í manns stað og aðrir stíga upp þegar menn fara. Það hefur alltaf einhver farið út á síðustu fimm árum."

Talsverðar breytingar hafa verið á leikmannahópi Sarpsborg en Kristinn fer út fljótlega á nýju ári.

„Ég er hrikalega spenntur að byrja í byrjun janúar. Síðustu ár hefur liðið alltaf verið að taka skref upp á við þó tímabilið í ár hafi ekki alveg verið eins gott og þeir ætluðu sér. Þeir náðu samt í úrslit í bikarnum en við ætlum að gera betur næsta tímabil," segir Kristinn en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner