Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 11. desember 2017 12:56
Elvar Geir Magnússon
Arteta faldi áverkana fyrir ljósmyndurum
Arteta heldur fyrir andlit sitt.
Arteta heldur fyrir andlit sitt.
Mynd: Mirror
Mikel Arteta hélt fyrir andlit sitt þegar hann mætti á æfingu Manchester City í morgun.

Hann kom þar með í veg fyrir að ljósmyndarar næðu myndum af áverkum í andliti hans en hann var blóðugur í framan eftir slagsmálin sem brutust út í göngunum eftir sigur Manchester City gegn Manchester United í gær.

Fjölmiðlar segja að skurður hafi myndast á Arteta eftir að Romelu Lukaku kastaði flösku í hann.

Arteta er í þjálfarateymi Manchester City.

Enska knattspyrnusambandið hefur beðið Manchester United og Manchester City um skýringar á ólátunum. Allt sauð upp úr eftir að hávær tónlist ómaði úr klefa City eftir sigurinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner