Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mán 11. desember 2017 13:30
Magnús Már Einarsson
Björn Már: Enn nokkrir lausir miðar á Patrick Schick vagninn
Roma vann sinn riðil í Meistaradeildinni.
Roma vann sinn riðil í Meistaradeildinni.
Mynd: Getty Images
Björn Már Ólafsson.
Björn Már Ólafsson.
Mynd: Ítalski boltinn - Björn Már Ólafsson
Juventus fór í úrslit í fyrra en liðinu hefur ekki vegnað eins vel á þessu tímabili.
Juventus fór í úrslit í fyrra en liðinu hefur ekki vegnað eins vel á þessu tímabili.
Mynd: Getty Images
„Það er ekki hægt að segja annað en að drátturinn hafi verið góður fyrir Roma, sjálfur var ég sannfærður um að við myndum mæta Real Madrid eða Bayern Munchen í enn eitt skiptið," sagði Björn Már Ólafsson, sérfræðingur í ítalska boltanum og stuðningsmaður Roma, eftir að ljóst varð að liðið mætir Shakhtar Donetsk í 16-lðia úrslitum Meistaradeildarinnar.

„Shakhtar var með Napoli og Manchester City í riðli og það er mjög erfitt að átta sig nákvæmlega á styrkleikum þeirra. Þeir unnu Manchester City eftir að City var búið að tryggja sig áfram á meðan meistaradeildarframmistaða Napoli var afar döpur, kannski vegna þess að félagið hefur takmarkað fjármagn til að keppa á fullu bæði í Evrópu og í innlendri deild. Shakhtar virðist fylgja sinni hefðbundnu formúlu. Þeir eru með klassíska Austur-Evrópska varnarlínu sem gefur ekki tommu eftir."

„Suður-Amerísku sóknarmennirnir með hlægilega einföldu nöfnin eru svo á sínum stað. Þar eru í uppáhaldi Taison og litli tannlæknirinn Dentinho."


Roma vann sinn riðil í Meistaradeildinni og Björn Már er nokkuð bjartsýnn fyrir 16-liða úrslitin.

„Meistaradeildarframmistaða Roma var öllum vonum framar. Spurningin er helst hvort hópurinn sé nægilega breiður og þess vegna er mikilvægt að Patrick Schick finni formið því þar er Roma með alveg ónotað vopn. Á góðum degi er hann svo góður að hann fær mig til að gleyma að Salah var seldur til Liverpool. Það eru enn nokkrir lausir miðar á Patrick Schick vagninn og ég mæli með að fólk kaupi sér áður en það verður um seinan."

„Ég gef Roma góða möguleika á að komast áfram. Þeir eru í harðri samkeppni í innlendri deild sem heldur öllum leikmönnum í góðri leikæfingu fram í febrúar. Rómverjar vita líka að ekki má vanmeta Shakhtar enda sló Shakhtar Roma út úr meistaradeildinni síðast þegar liðin mættust árið 2011."


Fáir eru betur að sér í ítalska boltanum en Björn Már og því er ekki úr vegi að spyrja hann einnig út í leik Juventus og Tottenham. Juventus fór í úrslit í Meistaradeildinni á síðasta tímabili en liðið endaði í 2. sæti í riðlinum núna.

„Ég held að stuðningsmenn Juventus séu ekkert sérstaklega svekktir með að hafa dregið Tottenham miðað við það sem var í boði. Frammistaða í meistaradeildinni fyrir áramót telur ekkert eftir áramót. Lið eins og Juventus sem hefur reynslu af því að vinna titla veit að titilbaráttur ráðast eftir áramót og síðustu vikur hefur verið stígandi í Juventus-liðinu, sérstaklega varnarlega."

„Allegri hefur undanfarin tímabil þurft svolítinn tíma til að finna rétt leikkerfi og slípa liðið saman. Ef honum tekst það fyrir febrúar þá held ég að Juventus sé líklegur kandídat til að vinna meistaradeildina."


Leikirnir í 16-liða úrslitum
Juventus - Tottenham
Basel - Manchester City
Porto - Liverpool
Sevilla - Manchester United
Real Madrid - PSG
Shakhtar Donetsk - Roma
Chelsea - Barcelona
Bayern Munchen - Besiktas
Athugasemdir
banner
banner
banner