Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 11. desember 2017 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Bonaventura: Nýtt upphaf fyrir Milan
Mynd: Getty Images
AC Milan fékk Bologna í heimsókn um helgina og vann leikinn 2-1. Sigurinn kom liðinu í 7. sæti, aðeins þremur stigum frá evrópudeildarsæti.

Bologna komst nálægt því að jafna undir lokin en Gianluigi Donnarumma bjargaði sínum mönnum, sem hefðu þó hæglega getað unnið stærra. Sigurinn kom eftir jafntefli við Torino og botnlið Benevento.

„Það sem skipti í máli dag var að næla í sigurinn. Við höfum verið að gera góða hluti en erum ekki að ná fram réttum úrslitum," sagði Giacomo Bonaventura við Mediaset Premium að leikslokum.

„Við erum með virkilega góðan leikmannahóp og eigum að vinna fleiri leiki. Við vonum að þetta sé nýtt upphaf fyrir Milan, þetta var góð frammistaða og við ætlum að gera enn betur næst."

Bonaventura gerði bæði mörk Milan í leiknum og er ánægður með að vera kominn til baka eftir erfið meiðsli.

„Ég var í afar slæmu standi fyrir ári síðan og er loksins að verða heill aftur. Ég er ánægður með að mörkin mín hafi hjálpað liðinu að vinna."
Athugasemdir
banner
banner