mán 11. desember 2017 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Carragher: Alltaf möguleiki á varnarmistökum hjá Liverpool
Carragher hefur sjálfur gerst sekur um klaufaleg mistök í vörn Liverpool.
Carragher hefur sjálfur gerst sekur um klaufaleg mistök í vörn Liverpool.
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher er goðsögn hjá Liverpool eftir að hafa verið leikmaður liðsins í næstum tvo áratugi.

Carragher hefur miklar mætur á Jürgen Klopp og finnst gaman að horfa á Liverpool spila þessa dagana, en gagnrýnir félagið reglulega.

Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Everton í slagnum um Bítlaborgina og var Carragher svekktur, eins og flestir stuðningsmenn Liverpool, að leikslokum.

Wayne Rooney gerði eina mark Everton í leiknum, úr vítaspyrnu í síðari hálfleik. Dejan Lovren gerðist sekur um að brjóta nokkuð augljóslega af sér innan vítateigs og reifst Klopp við fréttamenn að leikslokum um hvort dómurinn hafi verið réttur eða ekki.

„Ekki góður dagur fyrir Klopp ef skoðað er vítaspyrnudóminn og viðtölin," skrifaði Carragher á Twitter.

„Það er enginn vafi að Everton hafi verið heppnir að fá stig þar sem þeir náðu aldrei að skapa sér hættulegt færi.

„Þegar Liverpool er 1-0 yfir er alltaf möguleiki á því að varnarmaður liðsins geri eitthvað heimskulegt!! Ekki taka svona áhættu í nágrannaslagnum."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner