Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 11. desember 2017 22:10
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Jón Daði kom inn er Reading missti forystuna
Mynd: Getty Images
Reading 2 - 2 Cardiff
1-0 Callum Paterson ('16, sjálfsmark)
2-0 Modou Barrow ('41)
2-1 Joe Bennett ('83)
2-2 Lee Tomlin ('91)

Aron Einar Gunnarsson er enn fjarverandi úr leikmannahópi Cardiff vegna meiðsla. Jón Daði Böðvarsson var á bekknum hjá Reading og kom inn á 83. mínútu er liðin mættust í Championship, ensku B-deildinni.

Heimamenn í Reading voru búnir að vinna tvo leiki í röð fyrir kvöldið á meðan Cardiff eru í toppbaráttunni og voru með fjóra sigurleiki í röð.

Reading virtist vera að binda endi á gott gengi Cardiff þegar liðin gengu til búningsklefa í stöðunni 2-0.

Gestirnir bönkuðu og bönkuðu á dyr heimamanna en inn vildi boltinn ekki fyrr en á 83. mínútu þegar Joe Bennett náði að minnka muninn, nokkrum sekúndum áður en Jón Daði kom inná.

Lee Tomlin, sem hafði komið af bekknum rúmum tíu mínútum fyrr, gerði jöfnunarmark Cardiff í uppbótartíma og niðurstaðan sanngjarnt jafntefli.
Athugasemdir
banner
banner
banner