Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 11. desember 2017 08:30
Magnús Már Einarsson
Dregið í Meistaradeildinni í dag - Hvaða lið mætast?
Manchester City og Manchester United eru í pottinum.
Manchester City og Manchester United eru í pottinum.
Mynd: Getty Images
Hvaða lið mætir Real Madrid?
Hvaða lið mætir Real Madrid?
Mynd: Getty Images
Dregið verður í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar í dag. Athöfnin hefst klukkan 11:00.

Fótbolti.net mun fylgjast með drættinum á Twitter sem og hér á síðunni.

Þegar dregið verður munu sigurvegarar riðlanna mæta liðum úr öðru sæti. Lið sem eru frá sama landi og lið sem voru saman í riðli geta ekki mæst.

Sigurvegarar riðlanna
Manchester United
PSG
Roma
Barcelona
Liverpool
Manchester City
Besiktas
Tottenham

Liðin í 2. sæti
Basel
Bayern Munchen
Chelsea
Juventus
Sevilla
Shakhar Donetsk
Porto
Real Madrid

Fimm ensk lið verða í pottinum í dag og hér má sjá mögulega mótherja þeirra.

Hverja getur Manchester United fengið?
Bayern, Juventus, Sevilla, Shaktar, Porto eða Real Madrid.

En Liverpool?
Basel, Bayern, Juventus, Shakhtar, Porto eða Real Madrid.

En Manchester City?
Basel, Bayern, Juventus, Sevilla, Porto eða Real Madrid.

Hvað með Tottenham?
Basel, Bayern, Juventus, Sevilla, Shakhtar eða Porto.

Hvað með Chelsea?
PSG, Barcelona eða Besiktas.

Sigurvegarar riðlanna eiga seinni leikinn heima. Fyrri leikirnir verða 13.-14. febrúar og 20.-21. febrúar og seinni leikirnir 6.-7. mars og 13.-14. mars.
Athugasemdir
banner
banner