banner
   mán 11. desember 2017 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gary Neville: Man City eins og Barcelona eða Real
Neville var aðstoðarþjálfari enska landsliðsins í fjögur ár og stýrði Valencia í nokkra mánuði, með litlum árangri.
Neville var aðstoðarþjálfari enska landsliðsins í fjögur ár og stýrði Valencia í nokkra mánuði, með litlum árangri.
Mynd: Getty Images
Desember er alltaf svakalegur mánuður þegar það kemur að leikjaálagi í enska boltanum.

Manchester United tapaði fyrir Manchester City á heimavelli í gær og á annan heimaleik, gegn Bournemouth, strax á miðvikudaginn.

Gary Neville var leikmaður Rauðu djöflanna í næstum því tvo áratugi og er mikill stuðningsmaður liðsins. Í dag er hann knattspyrnusérfræðingur hjá Sky Sports.

„Að koma hingað á þennan völl og taka stjórn á leiknum er magnað. Það er rúmt ár síðan eitthvað annað lið en Man Utd sigraði á Old Trafford," sagði Neville á Sky Sports.

„Við erum að tala um lið sem getur tekið yfir þessa deild og ráðið yfir henni eins og Barcelona eða Real Madrid.

„Þeir 70 þúsund stuðningsmenn United sem voru á vellinum fóru heim vitandi að besta liðið vann."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner