banner
   mán 11. desember 2017 19:56
Ívan Guðjón Baldursson
Hannes og Ólafur Ingi töpuðu - Báðir í botnsæti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson fékk fjögur mörk á sig er Randers steinlá á heimavelli gegn toppliði Midtjylland.

Mikkel Duelund og Gustav Wikheim sáu um að gera út af við Randers í síðari hálfleik. Wikheim lagði tvö upp fyrir Duelund sem endurgald greiðan skömmu síðar.

Þetta var þriðji tapleikur Randers í röð. Félagið er á botni dönsku deildarinnar, með 14 stig eftir 19 umferðir.

Ólafur Ingi Skúlason og félagar í Kardemir Karabuk eru á botni tyrknesku deildarinnar með 8 stig eftir 15 umferðir.

Ólafur Ingi var ónotaður varamaður í 2-0 tapi gegn fallbaráttuliði Konyaspor í dag. Þetta var sjötta tap Karabuk í röð í deildinni.

Randers 0 - 4 Midtjylland
0-1 A. Sorloth ('32)
0-2 M. Duelund ('70)
0-3 M. Duelund ('72)
0-4 G. Wikheim ('78)

Konyaspor 2 - 0 Kardemir Karabuk
1-0 N. Skubic ('18, víti)
2-0 D. Milosevic ('91)
Athugasemdir
banner
banner
banner