Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 11. desember 2017 17:15
Elvar Geir Magnússon
Heimir Guðjóns hélt að hann hefði gert mistök þegar hann fór í FH
Heimir fær flugferð eftir sinn síðasta leik sem leikmaður.
Heimir fær flugferð eftir sinn síðasta leik sem leikmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er frábært að hafa fengið að vera partur af þessu öll þessi ár," sagði Heimir Guðjónsson í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 á laugardaginn.

Hann hefur verið leikmaður, aðstoðarþjálfari eða þjálfari í öllum átta Íslandsmeistaratitlum FH. Hann viðurkennir þó að hafa ekki litist á blikuna þegar hann fór fyrst til félagsins.

„Logi Ólafsson tók við liðinu 2000 og það var þá í 1. deildinni (B-deildinni). Ég var með einhver tilboð úr efstu deild en Logi seldi mér þessa hugmynd að koma þarna. Mér leist ekkert á þetta til að byrja með. Hann sagði mér að það væri fullt af efnilegum leikmönnum þarna en það þyfti að fá reynslubolta," sagði Heimir.

„Markmiðið var að fara strax upp og gera liðið að stöðugu efstu deildar liði. Það var æft í skítakulda á Ásvöllum og ég man eftir fyrstu vikunni, maður kom heim og hugsaði 'Í hvað ertu kominn? Þetta er skelfilegt' - Þá er ég að meina gæðalega. Svo rættist heldur betur úr þessu og liðið fór beint upp. Fyrsta árið í efstu deild 2001 spiluðum við gríðarlega sterkan varnarleik, fengum ekki mörg mörk á okkur og enduðum í þriðja sæti."

Heimir varð Íslandsmeistari með FH sem leikmaður 2004 og 2005.

„Ég var búinn að ákveða það vorið 2005 að það yrði mitt síðasta tímabil. Maður var orðinn 36 ára og maður rétt komst í gegnum undirbúningstímabilið. Maður var farinn að sofa tíu á kvöldin vegna þreytu. Það var frábært að geta hætt sem fyrirliði og Íslandsmeistari," sagði Heimir sem varð síðan aðstoðarþjálfari Ólafs Jóhannessonar.

„Það er líka heppni í þessu. Ég var búinn að taka þjálfaragráður þegar ég lagði skóna á hilluna. Óli Jó og Leifur Garðars voru með liðið og það gekk vel, þeir tveir voru frábærir saman. Ég ætlaði að fara annað að þjálfa en þá fékk Leifur starf sem aðalþjálfari Fylkis. Óli hringdi þá í mig og vildi fá mig sem aðstoðarþjálfara. Það er ákveðin heppni í þessu því 2005 stefndi í að ég færi frá FH."

Smelltu hér til að hlusta á viðtalið við Heimi í heild sinni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner