Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 11. desember 2017 21:06
Ívan Guðjón Baldursson
Herrera vill breyta áfrýjunarreglum í enska boltanum
Mynd: Getty Images
Ander Herrera fékk gult spjald fyrir dýfu í 2-1 tapi Manchester United gegn Manchester City um helgina.

Jose Mourinho og Herrera eru báðir sammála um að það hafi átt að dæma vítaspyrnu í stað aukaspyrnu vegna dýfu. Herrera er sérstaklega ósáttur við að hafa fengið gult spjald.

„Mér finnst vítaspyrnumálið fáránlegt. Ég snerti boltann á undan og hann traðkaði á fætinum mínum, það sáu það allir. Allir geta gert mistök, líka dómarinn," sagði Herrera.

„Ég átti ekki skilið að fá gult spjald fyrir þetta. Það voru svipuð atvik í fyrri hálfleik þar sem Gabriel Jesus og Leroy Sane fóru í jörðina án þess að vera spjaldaðir. Þetta er fjórða gula spjaldið mitt á tímabilinu og það er vandamál fyrir mig því ég vil spila alla leiki."

Herrera er núna aðeins einu gulu spjaldi frá því að fara í leikbann. Honum finnst að enski boltinn eigi að taka sér þann spænskan til fyrirmyndar þegar það kemur að því að áfrýja dómum.

„Ef dómari gefur þér óréttmætt gult spjald á Spáni þá geturðu áfrýjað og fellt spjaldið niður. Það er eitthvað sem Úrvalsdeildin ætti að skoða."
Athugasemdir
banner
banner
banner