Landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir er gengin í raðir sænska félagsins Djurgarden og gerir tveggja ára samning við félagið.
Breiðablik staðfesti þetta í tilkynningu nú í morgun en Ingibjörg æfði með Fiorentina á Ítalíu á dögunum en hafnaði samningsboði þeirra.
Ingibjörg er uppalin í Grindavík til 14 ára aldurs þegar hún gekk í raðir Breiðabliks árið 2012. Hún hefur spilað 123 leiki fyrir meistaraflokk liðsins og ksorað 12 mörk.
Á þessu ári vann hún sér fast sæti í byrjunarliði Íslands á Evrópumótinu í sumar.
Hjá Djurgarden hittir hún fyrir Guðbjörgu Gunnarsdóttur landsliðsmarkvörð sem hefur spilað með liðinu í nokkur ár en sænska félagið var að kveðja Hallberu Guðnýju Gísladóttur sem samdi við Val.
Athugasemdir