Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 11. desember 2017 12:05
Magnús Már Einarsson
Lætin hjá Manchester liðunum rannsökuð
Mourinho fékk mjólk yfir sig.
Mourinho fékk mjólk yfir sig.
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandið hefur beðið Manchester United og Manchester City um skýringar á ólátunum sem voru eftir leik liðanna á Old Trafford í gær.

Leikmenn Manchester City fögnuðu sigrinum ógurlega eftir leik ásamt starfsfólki sínu.

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, lét í sér heyra þegar hann var á leið í viðtöl eftir leik en honum þótti City sýna vanvirðingum með fagnaðarlátunum. Mourinho og Ederson, markvörður City, rifust í kjölfarið á portúgölsku.

Læti brutust út og þar var bæði vatni og mjólk hellt yfir Mourinho. Mikel Arteta, aðstoðarstjóri City, meiddist í látunum en í kjölfarið blæddi úr andliti hans.

Michael Oliver, dómari leiksins, talaði ekki um atvikið í skýrslu sinni eftir leik og því ætlar enska knattspyrnusambandið að hefja rannsókn. Félögin og einhverjir aðilar gætu fengið refsingu í kjölfarið.

Sjá einnig:
Slagsmál í göngunum - Skvett vatni á Mourinho
Mourinho fékk líka mjólk yfir sig eftir leikinn - Arteta blóðugur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner