Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 11. desember 2017 12:44
Magnús Már Einarsson
Mikael Marinó: Jólin komu snemma í ár
Nær Real Madrid að vinna Meistaradeildina þriðja árið í röð?
Nær Real Madrid að vinna Meistaradeildina þriðja árið í röð?
Mynd: Getty Images
Mikael Marinó Rivera.
Mikael Marinó Rivera.
Mynd: Úr einkasafni
„Jólin komu snemma í ár," sagði Mikael Marinó Rivera, stuðningsmaður Real Madrid, eftir að ljóst varð að liðið mætir PSG í stórleik í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

„Ég er gríðarlega sáttur að mínir menn í hinu æðisgegna liði Real Madrid hafi fengið Parísarpiltana í PSG en þetta er án efa lang stærsti leikur 16 liða úrslitanna."

„PSG er það lið sem fæstir vildu fá enda mjög vel mannað og hefur heldur betur verið á skotskónum í riðlinum en það segir ekkert um hvað verður svo í útsláttarkeppninni."

„Real Madrid hefur ekki spilað besta fótboltann sem af er vetri en það mun lagast með hækkandi sól. Ronni er búinn að fá Gullboltann og egóið hans í hæstu hæðum og hann mun heldur betur láta til sín taka og öfunda ég ekki Parísarpiltana það að þurfa mæta honum á nýju ári. Svo verður gaman verður að fá Neymar í heimsókn."


Mikael er sannfærður um að Real Madrid fari áfram eftir fjörugar viðureignir.

„Real byrjar heima og sigrar þann leik 3-1 og svo verður haldið til Parísar þar sem Benzema mun leika aðalhlutverkið í sínu heimalandi sem endar 3-3. Real fer því áfram samanlagt 6-4, Hala Madrid," sagði Mikael að lokum.

Leikirnir í 16-liða úrslitum
Juventus - Tottenham
Basel - Manchester City
Porto - Liverpool
Sevilla - Manchester United
Real Madrid - PSG
Shakhtar Donetsk - Roma
Chelsea - Barcelona
Bayern Munchen - Besiktas
Athugasemdir
banner
banner
banner