Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 11. desember 2017 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Furðuleg stytta af Maradona reist á Indlandi
Mynd: Getty Images
Argentínska goðsögnin Diego Armando Maradona fór til Indlands til að afhjúpa tæplega 4 metra styttu af sjálfum sér.

Styttan er af því þegar Maradona tók við bikarnum þegar Argentína vann Heimsmeistaramótið árið 1986. Það er hvorki hæðin né bikarinn sem hefur vakið athygli heimsins á þessari styttu, heldur er það andlitið.

Styttan virðist frekar vera af Maradona í dag heldur en þegar hann var upp á sitt besta fyrir meira en þremur áratugum síðan.

„Ég er ekki knattspyrnuguð, ég er bara einfaldur fótboltamaður. Ég er ánægður að vera aftur í Kolkata, það er frábær tilfinning og mikill heiður að fá að afhjúpa styttu af sjálfum sér í þessari glæsilegu borg," sagði Maradona.




Athugasemdir
banner
banner