mán 11. desember 2017 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Heimildarmynd um Salford var sýnd í gær
Mynd: Getty Images
Sky Sports sýndi í gærkvöldi heimildarmynd um Salford City FC sem er búið að fara upp um tvær deildir frá því að það var keypt fyrir þremur og hálfu ári síðan.

Heimildarmyndin er um hvernig nokkrir leikmenn úr 1992 árgangi Manchester United tóku yfir áhugamannafélag og gerðu það að atvinnumannafélagi.

Salford varð að atvinnumannafélagi í júlí og keppir liðið í sjöttu efstu deild enska boltans. Yfirlýst markmið félagsins er að komast í Championship deildina á næstu 12 árum.

Ryan Giggs, Gary Neville, Phil Neville, Paul Scholes og Nicky Butt eiga stóran hlut í félaginu og stjórna miklu sem þar gerist. Peter Lim, eigandi Valencia, keypti 50% hlut í félaginu í september 2014.

Salford var stofnað í byrjun seinni heimsstyrjaldarinnar og er 77 ára gamalt félag.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner