Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 11. desember 2017 15:30
Magnús Már Einarsson
Real Madrid fær nýjan markvörð í janúar
Keylor Navas og Kepa Arrizabalaga.
Keylor Navas og Kepa Arrizabalaga.
Mynd: Getty Images
Spænska íþróttablaðið Marca slær því föstu í dag að Real Madrid kaupi markvörðinn Kepa Arrizabalaga frá Athletic Bilbao þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

Hinn 23 ára gamli Kepa spilaði sinn fyrsta landsleik með Spánverjum í síðasta mánuði.

Um þarsíðustu helgi hélt hann hreinu í markalausu jafntefli gegn Real Madrid.

Kepa verður samningslaus næsta sumar en Real Madrid vill ganga strax frá samningum og ætlar félagið að kaupa hann á 22 milljónir punda.

Talið er að Keylor Navas verði settur á bekkinn hjá Real í kjölfarið og Kepa verði aðalmarkvörður liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner