Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 11. desember 2017 11:49
Magnús Már Einarsson
Tryggvi Páll: Stuðningsmenn United geta vel við unað
Manchester United mætir Sevilla.
Manchester United mætir Sevilla.
Mynd: Getty Images
„Ég hugsa að stuðningsmenn United geti vel við unað eftir þennan drátt," sagði Tryggvi Páll Tryggvason blaðamaður og stuðningsmaður Manchester United við Fótbolta.net eftir að dregið var í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. United mætir þar Sevilla frá Spáni.

„Sevilla er ágætis lið en miðað við að United gat dregist gegn Juventus, Bayern Munchen eða Real Madrid fögnum við því að fá Eduardo Berizzo og félaga í heimsókn."

Sevilla endaði í öðru sæti í sínum riðli á eftir Liverpool. Liðin gerðu jafntefli í báðum leikjum sínum í riðlinum.

„Maður fylgdist lauslega með Sevilla í riðlakeppninni og þeim tókst að standa þokkalega í Liverpool. Það er greinilega karakter í liðinu enda fá lið sem geta komið til baka eftir að hafa lent 3-0 undir eins og þeir gerðu á heimavelli gegn Liverpool. Þeir eiga það samt þó til að steinliggja á vondum degi, eins og sást um helgina gegn Real Madrid og gegn Spartak Moskvu í riðlakeppninni."

„Ég sé þá ekki skora mörg mörk á United-vörnina og ef allt er eðlilegt ætti United að fara nokkuð þægilega í gegnum þessa viðureign."


Leikirnir í 16-liða úrslitum
Juventus - Tottenham
Basel - Manchester City
Porto - Liverpool
Sevilla - Manchester United
Real Madrid - PSG
Shakhtar Donetsk - Roma
Chelsea - Barcelona
Bayern Munchen - Besiktas
Athugasemdir
banner