Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 12. janúar 2014 18:40
Alexander Freyr Tamimi
Brendan Rodgers: Myndi kalla þetta spænskt víti
Brendan Rodgers.
Brendan Rodgers.
Mynd: Getty Images
Sterling fiskar hér vítaspyrnu.
Sterling fiskar hér vítaspyrnu.
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, var kampakátur eftir 5-3 sigur sinna manna gegn Stoke í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Liverpool fór aftur upp í 4. sæti deildarinnar með þessum sigri, en öll liðin í kringum þá unnu einnig um helgina.

,,Þetta var frábær sigur fyrir okkur. Við ræddum stuttlega saman eftir leikinn, við gerðum nokkur mistök sem við þurfum að lagfæra,“ sagði Rodgers.

,,En við vorum mjög góðir fram á við. Ég sagði við leikmennina í hálfleik að þetta hefði verið fullkomin frammistaða í 38. mínútur. Ég sagði þeim að sækja fram með jákvæðu hugarfari því við höfum menn sem geta skorað.“

„Mér fannst snemma í seinni hálfleik að þeir næðu að halda okkur í skefjum vinstra megin. Philippe Coutinho, sem er frábær ungur leikmaður, þurfti að vera fórnað fyrir liðið.“

„Það var frábært fyrir Daniel Sturridge að skora í endurkomunni. Hvernig hann bar sig í litlu plássi í markinu var frábært.“

„Allir í kringum okkur unnu í gær. Við verðum bara að stýra eigin örlögum.“


Rodgers viðurkennir að vítaspyrnan sem Liverpool fékk snemma í seinni hálfleik, þegar Raheem Sterling féll í teignum, hafi verið í ódýrari kantinum.

,,Mér fannst vítaspyrnan vera ódýr ef ég á að vera hreinskilinn. Ég myndi kalla þetta spænska vítaspyrnu, þegar sóknarmaðurinn fer í varnarmanninn - sem nær ekki boltanum - og hann dettur við snertinguna."

,,En ef svona hlutir falla með okkur, þá þiggjum við það."

Athugasemdir
banner
banner
banner