Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 12. janúar 2017 09:00
Magnús Már Einarsson
Bakayoko til Man Utd? - Lallana eftirsóttur
Powerade
Adam Lallana er eftirsóttur.
Adam Lallana er eftirsóttur.
Mynd: Getty Images
Benteke gæti farið til WBA.
Benteke gæti farið til WBA.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru í stuði í dag líkt og alla aðra daga í janúar.



Barcelona, Juventus og PSG hafa áhuga á Adam Lallana (28) leikmanni Liverpool. (Times)

Manchester United gæti boðið 40 milljónir punda í Tiemoue Bakayoko (22), miðjumann Monaco, til að hafa betur gegn Chelsea í baráttunni. (Daily Star)

West Ham er loksins að landa framherjanum Scott Hogan (24) frá Brentford á 15 milljónir punda. Brentford hafði áður hafnað þremur tilboðum frá Hömrunum í Hogan. (Sun)

Chelsea ætlar að fá Ben Gibson (23), varnarmann Middlesbrough, til að fylla skarð John Terry þegar hann fer frá Chelsea til Kína í sumar. (Daily Mirror)

Terry er ekki á leið til Bournemouth á láni í þessum mánuði. (Sky Sports)

Aðrar fréttir segja að Terry sé á leið í viðræður við Eddie Howe, stjóra Bournemouth. (Daily Mail)

Paul Ince (49) og Stuart Pearce (54) eru á leið í starfsviðtal fyrir enska U21 árs landsliðið. (Times)

Forseti asíska knattspyrnusambandsins hefur skorað á enska knattspyrnusambandið að sækja um HM 2030. (Daily Mail)

Michy Batshuayi (23), framherji Chelsea, hefur fengið þau skilaboð að hann fái ekki að fara frá félaginu í þessum mánuði. Swansea og West Ham hafa sýnt Batshuayi áhuga. (Daily Star)

Tony Pulis, stjóri WBA, ætlar að reyna að fá Christian Beneke (26) frá Crystal Palace. Pulis gæti fjármagnað kaupin með því að selja Saido Berahino (23) til Stoke. (Sun)

Ivan Rakitic (28), miðjumaður Barcelona, ætlar að vera hjá félaginu út tímabilið þrátt fyrir að hafa verið orðaður við Manchester City. (Guardian)

Crystal Palace er að kaupa hægri bakvörðinn Carl Jenkinson (24) frá Arsenal á þrjár milljónir punda. Patrick Van Aanholt, vinstri bakvörður Sunderland, er einnig á óskalista Crystal Palace en hann gæti komið til félagsins á sjö milljónir punda. (Sun)

Juventus vill fá miðjumanninn Emre Can (22) frá Liverpool. (Calciomercato.com)

Arsenal ætlar ekki að leyfa Per Mertsacker (32) að fara á lán þrátt fyrir að han hafi ekki spilað eina mínútu á tímabilinu í kjölfarið á meiðslum sem hann varð fyrir síðastliðið sumar. (Daily Mirror)

Marco Silva, stjóri Hull, hefur staðfest áhuga á Evandro, miðjumanni Porto. (Hull Daily Mail)

West Ham hefur gert nýtt fimm milljóna punda tilboð í Robert Snodgrass (29) miðjumann Hull. (Sky Sports)

Franska félagið Lyon vill fá Memphis Depay (22) og Adnan Januzaj (21) frá Manchester United. Januzaj hefur verið á láni hjá Sunderland í vetur. (Daily Mail)

Everton ætlar að reyna að fá George Hirst (17), miðjumann Sheffield Wednesday. Hann er sonur David Hirst, fyrrum framherja Sheffield Wednesday. (Liverpool Echo)
Athugasemdir
banner
banner