Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 12. janúar 2017 06:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Christensen mun snúa aftur til Chelsea
Chelsea vill fá leikmanninn sinn aftur í sumar
Chelsea vill fá leikmanninn sinn aftur í sumar
Mynd: Getty Images
Danski landsliðsmaðurinn Andreas Christensen mun snúa aftur til Chelsea í sumar eftir að hafa farið til Borussia Monchengladbach á láni í júlí 2015.

Miðvörðurinn ungi hefur verið lykilmaður hjá Gladbach og hefur þýska liðið hugsað um að kaupa leikmanninn.

Faðir Christensen, sem jafnframt er umboðsmaður hans segir hins vegar að Chelsea séu nú þegar búnir að ákveða að fá hann aftur á Brúnna í sumar.

„Chelsea vill fá Andreas aftur, og þeir hafa viljað það í langan tíma en þetta var tveggja ára samningur þannig þeir gátu ekkert gert" sagði faðir hans.

Þeir feðgar ætla að skoða hvað Chelsea gerir í janúarglugganum og ákveða svo framhaldið.


Athugasemdir
banner
banner