fim 12. janúar 2017 22:13
Jóhann Ingi Hafþórsson
Spænski bikarinn: Real áfram eftir rosalegan leik
Benzema skoraði í kvöld.
Benzema skoraði í kvöld.
Mynd: Getty Images
Átta liða úrslit spænsku bikarkeppninnar er nú komin á hreint eftir þrjá leiki í kvöld.

Celta Vigo, Eibar og Real Madrid tryggðu sig þá áfram. Celta vann Valencia, 2-1 og örugglega 6-2 samanlagt á meðan Eibar gat slakað á gegn Osasuna.

Sevilla og Real Madrid buðu svo upp á hörkuleik en Real vann fyrri leikinn, 3-0 og bjuggust því flestir við þægilegum leik í kvöld en sú varð ekki raunin. Real lenti undir eftir aðeins tíu mínútur en Marco Asensio jafnaði stuttu eftir hálfleik.

Í seinni hálfleik komst Sevilla svo í 3-1 og var staðan orðin 4-3 samanlagt og mikil spenna. Þá sagði Real hingað og ekki lengra og skoraði tvö mörk undir lokin og tryggðu sér sæti í næstu umferð.

Real Madrid, Eibar, Celta Vigo, Alaves, Alcorcon, Real Sociedad og Barcelona eru því átta síðustu liðin í spænska bikarnum.

Celta Vigo 2 - 1 Valencia: (Celta Vigo vann 6-2 samanlagt)
1-0 Giuseppe Rossi ('61)
1-1 Vinicius Araujo ('63)
2-1 Pione Sisto ('90)

Eibar 0 - 0 Osasuna (Eibar vann 3-0 samanlagt)

Sevilla 3 - 3 Real Madrid (Real Madrid vann 6-3 samanlagt)
1-0 Danilo, sjálfsmark ('10)
1-1 Marco Asensio ('48)
2-1 Stevan Jovetic ('54)
3-1 Vicente Iborra ('77)
3-2 Sergio Ramos, víti ('83)
3-3 Karim Benzema ('90)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner