fim 12. janúar 2017 11:00
Magnús Már Einarsson
Stóri Sam ætlar ekki að selja Benteke
Christian Benteke.
Christian Benteke.
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce, stjóri Crystal Palace, ætlar ekki að selja framherjann Christian Benteke í þessum mánuði. Benteke kom til Palace frá Liverpool í fyrrasumar en hann hefur verið orðaður við önnur félög að undanförnu.

„Christian Benteke er ekki til sölu, nema formaðurinn viti betur en ég," sagði Sam Allardyce, stjóri Palace.

„Maður á aldrei að segja aldrei en í augnablikinu er hann leikmaður Crystal Palace. Ég ætla að hafa hann hér í lok félagaskiptagluggans. Hann á eftir að spila stórt hlutverk."

„Áhugi minn liggur í að styrkja vörnina, ekki sóknina. Þegar Wilfried Zaha og Bakary Sako koma til baka á höfum við góða möguleika í fremstu víglínu. Við þurfum að fá fleiri varnarmenn. Við höfum boðið í þrjá eða fjóra leikmenn og það kemur í ljós í dag hvort það gangi upp."

Athugasemdir
banner
banner