Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   fim 12. janúar 2017 06:00
Magnús Már Einarsson
Sú besta í sögu Englands hætt
Kelly Smith.
Kelly Smith.
Mynd: Getty Images
Kelly Smith, framherji Arsenal og enska landsliðsins, hefur lagt skóna á hilluna en hún er að margra mati besta fótboltakona sem Englendingar hafa átt.

Smith er 38 ára gömul en árið 1999 varð hún fyrsta enska knattspyrnukonan til að verða atvinnumaður í fótbolta er hún gekk til liðs við New Jersey í Bandaríkjunum.

Samtals skoraði Smith 46 mörk í 117 leikjum með enska landsliðinu á ferli sínum auk þess sem hún vann fjölda titla með Arsenal.

„Þetta virðist vera rétti tíminn. Ég hef átt mjög góðan feril bæði með landsliði og félagsliði. Ég hef ferðast út um allan heim og núna þegar ég er 38 ára þá er líkaminn að segja mér að ég þurfi að hætta," sagði Smith.

Smith endaði fjórum sinnum í topp fimm í vali á leikmanni ársins í heiminum en hún náði þó aldrei að vinna þau verðlaun.
Athugasemdir
banner
banner