Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 12. janúar 2017 23:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Zlatan: Ég er búinn að taka yfir England á þrem mánuðum
Zlatan Ibrahimovic fagnar.
Zlatan Ibrahimovic fagnar.
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic var í skemmtilegu viðtali við heimasíðu Manchester United þar sem hann talar um tímann sinn hjá Manchester United hingað til.

Svíinn er þekktur fyrir ansi margt annað en að vera hógvær og kom það enn og aftur í ljós í viðtalinu þar sem hann segist hafa tekið yfir England á þeim þrem mánuðum sem hann hefur verið hjá United.

Zlatan hefur spilað vel á leiktíðinni og betur en marga grunaði, þar sem einhverjum fannst hann vera of gamall og jafnvel útbrunninn.

Hann hefur hins vegar skorað 13 mörk í ensku deildinni og er Deigo Costa sá eini sem hefur skorað meira í deildinni. Hann segist hins vegar ekki spá of mikið í hversu mikið hann skorar sjálfur.

„Ég er ekki að eltast við nein einstaklingsverðlaun, ég er að eltast við ensku úrvalsdeildina, það er markmiðið, einstaklingsverðlaunin koma sjálfkrafa hjá mönnum sem eru í góðum liðum."

„Ég er búinn að gera allt á þrem mánuðum á Englandi. Ég hef tekið yfir England á þrem mánuðum."

„Við erum sérstaklega ánægðir með síðasta einn og hálfan mánuðinn, við bíðum eftir að hin liðin misstíga sig og þá verðum við mættir," sagði Zlatan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner