Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   fös 12. janúar 2018 13:00
Magnús Már Einarsson
Giggs gæti tekið við landsliði Wales
Mynd: Getty Images
Ryan Giggs, fyrrum leikmaður Manchester United, kemur til greina sem næsti landsliðsþjálfari Wales.

Chris Coleman hætti sem þjálfari Wales í nóvember þegar hann tók við Sunderland og leit stendur yfir að nýjum þjálfara.

Sky greinir frá því í dag að Giggs hafi farið í starfsviðtal hjá knattspyrnusambandi Wales.

Hinn 44 ára gamli Giggs hefur af og til verið orðaður við stjóra og þjálfarastörf síðan hann lagði skóna á hilluna árið 2014.

Giggs spilaði 64 landsleiki með Wales á sínum tíma og hann gæti nú mögulega tekið við sem landsliðsþjálfari.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner