Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 12. janúar 2018 11:00
Magnús Már Einarsson
Guardiola setur met - Stjóri mánaðarins í fjórða skipti í röð
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur verið valinn stjóri desember mánaðar í ensku úrvalsdeildinni.

Guardiola setur met með þessu því hann er fyrsti stjórinn í sögunni til að vera valinn stjóri mánaðarins fjóra mánuði í röð.

Manchester City hefur haft mikla yfirburði í ensku úrvalsdeildinni í vetur og liðið hélt áfram góðu skriði í desember.

City vann Tottenham, West Ham, Bournemouth, Newcastle, Swansea og Manchester United í desember auk þess að gera jafntefli við Crystal Palace á gamlársdag.

City skoraði samtals 19 mörk í þessum leikjum.

Jermain Defoe, framherji Bournemouth, hefur verið verðlaunaður fyrir mark mánaðarins en um var að ræða glæsilegt mark gegn Crystal Palace.
Athugasemdir
banner
banner
banner