Varnarmaðurinn Hafsteinn Briem hefur gengið til liðs við uppeldisfélag sitt HK á nýjan leik.
Hafsteinn hefur skrifað undir tveggja ára samning hjá HK en hann staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net.
Hafsteinn hefur undanfarin þrjú ár verið í stóru hlutverki hjá ÍBV en hann tilkynnti eftir síðasta tímabil að hann myndi ekki leika áfram í Eyjum.
Hafsteinn hefur skrifað undir tveggja ára samning hjá HK en hann staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net.
Hafsteinn hefur undanfarin þrjú ár verið í stóru hlutverki hjá ÍBV en hann tilkynnti eftir síðasta tímabil að hann myndi ekki leika áfram í Eyjum.
Hinn 26 ára gamli Hafsteinn ólst upp hjá HK en hann fór frá félaginu í Val fyrir sumarið 2012.
Hafsteinn varð bikarmeistari með ÍBV í fyrra en hann fór einnig í bikarúrslit með liðinu árið 2016. Á ferlinum hefur hann einnig leikið með Fram og Haukum.
HK endaði í 4. sæti í Inkasso-deildinni í fyrra en liðið hefur leik í Fótbolta.net mótinu í kvöld. HK mætir þá Keflavík á nýju gervigrasi í Kórnum klukkan 18:15.
Athugasemdir