Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 12. janúar 2018 12:10
Magnús Már Einarsson
Pritchard í Huddersfield (Staðfest)
Alex Pritchard.
Alex Pritchard.
Mynd: Getty Images
Huddersfield hefur keypt Alex Pritchard í sínar raðir frá Norwich en hann skrifaði undir samning sem gildir til sumarsins 2021. Huddersfield mun greiða 12 milljónir punda fyrir Pritchard og gætu 2 milljónir til viðbótar bæst ofan á það síðar meir.


Pritchard er sóknarþenkjandi miðjumaður en hann gekk í raðir Norwich í ágúst 2016. Kanarífuglarnir borguðu Tottenham 8 milljónir punda fyrir hinn 24 ára gamla Pritchard á sínum tíma.

Huddersfield hefur aðeins skorað 18 mörk í ensku úrvalsdeldinni á þessu tímabili og Pritchard á að hjálpa liðinu að skora meira.

Hann er annar leikmaðurinn sem Huddersfield fær í þessum glugga en áður hafði varnarmaðurinn Terence Kongolo komið frá Mónakó á lánssamningi.

Huddersfield er í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.



Athugasemdir
banner
banner
banner