banner
   fös 12. janúar 2018 09:00
Magnús Már Einarsson
Van Dijk: Verðmiðinn mikið hrós
Van Dijk skoraði sigurmark í fyrsta leik sínum með Liverpool.
Van Dijk skoraði sigurmark í fyrsta leik sínum með Liverpool.
Mynd: Getty Images
Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, segist ekki vera stressaður eftir að hafa komið til félagsins á 75 milljónir punda og um leið orðið dýrasti varnarmaður sögunnar.

Liverpool keypti Van Dijk frá Southampton um áramótin en Hollendingurinn tekur þessum háa verðmiða sem hrósi.

„Þetta gerir mig ekki stressaðan. Það er mikið hrós fyrir mig og þá vinnu sem ég hef lagt á mig að Liverpool sé tilbúið að borga svona mikinn pening. Ég get ekki breytt því," sagði Van Dijk í viðtali við Jamie Carragher hjá Sky.

Aðspurður af hverju hann ákvað að ganga í raðir Liverpool sagði Van Dijk: „Ég tel að stærð félagsins, stuðningsmennirnir, leikmennirnir, stjórinn og allur pakkinn sé æðislegur."

„Þú getur séð sjálfur að andrúmsloftið á hverjum einasta heimaleik er ótrúlegt. Ég er mjög ánægður með að spila fyrir félagið."

Athugasemdir
banner
banner